146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[14:34]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við það að bæta. Ég styð allar tillögur sem fela í sér sterkan og góðan kaffibolla. Þannig að ég hlýt að taka þessari tillögu fagnandi, jafnvel að við mundum rölta með hann út fyrir og tækjum kannski hv. þm. Brynjar Níelsson með okkur í þann leiðangur.

Aftur svo að ég klifi aðeins á því: Ég velti fyrir mér þeirri stífni sem birtist í þessu. Mér finnst fullkomin innri mótsögn í málflutningi meiri hluta hv. nefndar, að vera með þessa stífni gagnvart þessu en segja um leið að þetta skipti ekki máli. Ég veit það ekki. Horfir fólk fram á að þetta bindi hendur ráðherra til að virða jafnréttislögin? Það er nú ekki alltaf þannig að þeir geri það. Afleiðingarnar hafa svo sem ekkert alltaf verið sérstaklega miklar, er það?