146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[14:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég hefði alveg áhuga á að heyra skoðanir hinna stjórnarflokkanna. Vissulega var það hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson sem tjáði skoðun sína á þessu. Ég er ekki viss hvort það sé skoðun flokksins, en ég giska á það alla vega. Í ljósi þessa tel ég vera augljósan meiri hluta fyrir því að hafa þessa breytingu sem hluta af lögum. (JSE: Hanna Katrín talaði um það fyrr í dag.) Afsakið, ég sá það ekki á ræðulistanum, ég skrunaði yfir hann. Ég sá að ræðunni var skipt í tvennt. (Gripið fram í: … tók umræðuna.) (Gripið fram í: … er að tala um það.) En allt í lagi. Ég þakka kærlega fyrir athugasemdina. Það væri áhugavert að íhuga hvernig þetta geti komist svona í gegn þrátt fyrir að ekki sé í rauninni meiri hluti fyrir því.