146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:02]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið öðru sinni og tek aftur fram að mér finnast orð hæstv. dómsmálaráðherra ekki samræmast því sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Mér finnast þau vera fullt tilefni til þess að setja þessa litlu setningu í lögin. Þetta er lítil setning. Hún er í rauninni bara ákveðinn skjöldur gegn óheppilegri hegðun sem á svo sem ekki að eiga sér stað. Við eigum ekki að þurfa þennan skjöld. En það eru nógu margir á þessu þingi nógu óöruggir gagnvart kynjasjónarmiðum og jafnréttissjónarmiðum hæstv. dómsmálaráðherra til þess hreinlega að krefjast þess að við tökum þau skref sem þörf er á til þess að búa til slíkan skjöld til að verja jafnrétti kynjanna.

Í rauninni er það kjarni málsins. Það er náttúrlega hægt að kalla pissukeppni einhverju öðru nafni og ég kaus að gera það ekki í ljósi umræðunnar.