146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:14]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í öllum skipunum í stöður, við allar stöðuveitingar hins opinbera, gilda lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla; hefur alltaf verið og verður alltaf og er margdæmt. Vandamálið, sem hv. þingmaður er að benda á, með nefndina eru sérlögin um skipun hæfnisnefndarinnar, það eru sérlög um það hvernig skipað skuli í nefndina. Við erum ekki að tala um það núna. Við erum að tala um skipun í stöður. Ef tveir einstaklingar hvor af sínu kyni eru jafnhæfir þá ber að skipa þann sem á hallar. Þú tekur það ekkert fram í öllum lögum. Þetta er alls staðar þannig og hefur verið mjög lengi. Það má ekki rugla þessu saman við sérstök lög sem fjalla um sérstaka skipan á ákveðinni nefnd sem ég held að sé að vísu búið að leiðrétta núna.