146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:16]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Lögin um dómstóla eru lögin um dómstóla, þetta eru bara almenn lög um dómstóla. Stjórnarskráin gildir alltaf um jafnrétti kynjanna. Almenn lög um jafnrétti kynja gilda alltaf nema önnur lög taki annað fram. Þessi lög gera það ekki. Þessi lög undanskilja hvorki stjórnarskrána, enda geta þau það ekki, (Gripið fram í.)(Gripið fram í: Nei.) — með skipun nefndarinnar, eins vitlaust fyrirkomulag og það var, var fólki úti í bæ falið að tilnefna einn. Ráðherra var bundinn til að skipa þann sem tilnefningaraðilarnir tilnefndu. Þá ert þú komin í stöðu þar sem ekki er hægt að fara eftir jafnréttislögum um jafnræði karla og kvenna. Það er skýringin á því. Þetta hefur vafist fyrir mörgum. En auðvitað gilda bæði stjórnarskrár- og jafnréttislögin (Forseti hringir.) við skipun dómara eins og við skipun í allar aðrar stöður í þessu landi.