146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:19]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get bara sagt það sem þingmaðurinn sagði. Ég hef ekkert álit á mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Bara ekki neitt. Ég hef enga trú á að fólkið, með allri virðingu fyrir þessum löndum, í Sádí-Arabíu, Senegal og öllum þessum löndum, geti kennt mér eitthvað um mannréttindi. Ég hef bara enga trú á því. Þetta sama fólk komst að því að það að ekki skuli vera frjálsar veiðar á Íslandsmiðum sé brot á mannréttindum. Þvílíkt og annað eins rugl er auðvitað ekki til, þannig að ég hef ekkert álit á því.

Ég veit ekkert hver gefur þessum blessuðu mönnum í þessari nefnd upplýsingar um þennan meinta kynjahalla. Hverjir gefa þessar upplýsingar? Er það VG? (Gripið fram í: Jesús …) Ég spyr bara. Ég veit alveg hvað eru margir dómarar á Íslandi. Ég veit það. Ætlar þingmaðurinn að halda því fram að það sé djúpstæður kynjahalli í héraðsdómi? Heldur þingmaðurinn því fram? Þetta er bara rangt. Ætlar hann að halda því fram að það sé djúpstæður kynjahalli meðal sýslumanna (Forseti hringir.) eða saksóknara? Ég held bara að allir saksóknarar nú orðið séu meira og minna kvenkyns. Síðustu árin flutti ég bara mál á móti kvenkyns saksóknurum. (Forseti hringir.) Hvaða djúpstæði halli er þetta? Af því mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir það? Bara einhver þvæla.