146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Annað sem ég hjó eftir í andsvari hv. þingmanns var talning hans hvað varðar kynjahlutföll. Þar sem Samfylkingin er með einn kvenkyns og tvo karlkyns þá er það einn þriðji. En ef mér telst rétt til, ég gerði stutta handtalningu áður en ég fór upp í pontu, eru konur 7 af 21 þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Það er þá, held ég, sama hlutfall ef ég tel rétt. Þar munar hálfum þingmanni hjá Samfylkingunni og þremur og hálfum hjá Sjálfstæðisflokknum, sem er, held ég, það sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson var að benda á að væri munurinn.