146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

orkuskipti.

146. mál
[16:33]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Spurning mín til hv. þingmanns er þessi hvort ekki þurfi að fylgja með í samhengi hlutanna, það að nýta endurnýjanlega orkugjafa til að mynda rafmagn, hvort ekki þurfi að fylgja með í allri orkuframleiðslu og áætlunum um nýtingu vatnsaflsvirkjana sem eru hér í landinu að horft sé m.a. til þessa máls sem hér um ræðir.