146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

byggingarkostnaður og endurskoðun laga.

74. mál
[16:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í mjög svipuðum aðstæðum á árum áður var Breiðholtið byggt. Það var mjög hátt leiguverð, erfitt fyrir fólk að komast inn á íbúðamarkað. Þá tóku aðilar höndum saman og fundu út úr því hvernig væri hægt að byggja á hagkvæman hátt og hratt. Þessi aðgerð heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að, eins og hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir nefnir, hverfið hafi orðið pínulítið einsleitt. Það er reynsla sem við tökum áfram í næstu aðgerð.

Sem strákur bjó ég í Þorlákshöfn. Þar var til dæmis Eyjahraunið byggt eftir Eyjagosið. Það var byggt mjög hratt, mjög snöggt. Þörf var á. Nú er þörf á. Ég skil ekki af hverju ekki er búið að gera ýmislegt.