146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

kvíði barna og unglinga.

95. mál
[17:13]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Einari Brynjólfssyni sem mælti með því að hæstv. ráðherra ræddi við kollega sinn, hæstv. menntamálaráðherra. Það sem ég vil að þau ræði er sú arfavitlausa ráðstöfun síðustu ríkisstjórnar að stytta framhaldsskólann niður í þrjú ár án nokkurs samráð við framhaldsskólanemendur. Þessi stytting var hugsuð til þess að koma vinnuafli skjótar út á vinnumarkaðinn undir því yfirskyni að það drægi úr brottfalli. En ég held að reyndin sé sú að álag aukist. Andlegir kvillar aukast samhliða því og brottfall mun aukast frekar en að draga muni úr því. Ég held að þetta sé stóralvarlegt mál sem ráðherrarnir tveir þurfi að skoða ofan í kjölinn.