146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

radíókerfi og fjarskiptakerfi.

137. mál
[19:23]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. frummælanda fyrir að vekja máls á mikilvægu efni sem tengist grundvallarinnviðum samfélagsins. Af því að hæstv. ráðherra nefndi TETRA-kerfið er það ágætt dæmi um hversu alvarlegar afleiðingar það hefur ef illa tekst til með þessi kerfi. Skipta þurfti út á einu bretti öllum TETRA-stöðum landsins af því að þær voru útsettar fyrir hlerunum og ekki sá öryggissamskiptamáti sem ætla mátti. Í þeim fréttum sem bárust nú í janúar frá Póst- og fjarskiptastofnun af truflunum kom jafnframt fram að það væri aðallega skortur á mannafla og tækjum sem stæði stofnuninni fyrir þrifum á truflanavaktinni, sem kemur séstaklega niður á landsbyggðinni.

Mig langar að spyrja ráðherrann: Ætlar hann að taka sérstaklega á þessu? Er hann með áform um að færa framkvæmdahluta (Forseti hringir.) fjarskiptaáætlunar, sem gilti árin 2011–2014 en engin nýrri (Forseti hringir.) áætlun er til?