146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[19:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í stefnuskrá stjórnarflokkana er byrjað að reifa ýmis grunnstef um jafnvægi og framsýni og slíkt. Stuttu á eftir detta inn þeir kaflar sem menn velja í ákveðinn forgang. Fyrsti kaflinn eru heilbrigðismál, réttilega, 90% landsmanna vilja það. Númer tvö eru almannatryggingar og aðrir velferðarmálaflokkar. Þar á eftir kemur jafnrétti. Það tók ekki langan tíma en núna þegar eru menn farnir að beygja sig undir þann vilja Sjálfstæðisflokksins að vera ekki með jafnréttisstefnu þeim í málaflokkum sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hafa jafnréttisstefnu í. Það er þá bara gott að það sé sagt berum orðum.