146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[20:03]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að lesa á atkvæðatöfluna hjá stjórn með jafn nauman meiri hluta og hér situr. Mér sýnist þó að tillaga okkar í minni hlutanum sé við það að falla. Ég vil af því tilefni gera orð fyrrverandi hæstv. dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra, að mínum, með leyfi forseta:

„Telji Alþingi að ráðherra hafi lagt til einhvern sem ekki er ásættanlegur eða Alþingi fellir sig ekki við, þarf ráðherrann að tilnefna annan hæfan … þannig að tryggt sé, sem ég held að sé algjört grundvallaratriði þegar verið er að skipa svona mikinn fjölda í einu, að það sé ekki látið hvíla á einum ráðherra.“

Það er samvinnuverkefni okkar og ráðherrans að skipa þessa 15 dómara. Þessi afgreiðsla vekur upp hjá mér spurningar um hvort það verði hik á hv. þingmönnum stjórnarmeirihlutans þegar endanleg tillaga kemur til afgreiðslu. Ég vona að svo verði ekki, þeir standi við fögru orðin og sætti sig ekki við forneskjulega samsetningu Landsréttar.