146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, að auðvitað á andi laganna alltaf að gilda og vera til fyllingar lagaákvæðum. En hér er ekki verið að þræta um túlkun laganna heldur er verið að ræða um hver vilji löggjafans var við setningu laganna. Löggjafinn brást við um leið og upp um mistökin komst. Við erum alveg sammála í því. Þetta mál þarf að ganga hratt í gegn. Hvað varðar svo frekari vinnu við að einfalda kerfið verðum við bara að taka það síðar. Ég er tilbúinn í þá vinnu. Það er þannig sem löggjöfin á að vera, hún á að vera einföld og skýr. Þegar við erum alltaf að reyna að bæta lögin og flækja þau förum við svolítið langt frá því sem lagt var af stað með.