146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:13]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við veltum við öllum steinum í þessu sem öðru. Ég er sammála þeim þingmönnum sem komið hafa hér upp og talað um nauðsyn þess að bæta lagasetningu með ýmsum hætti. En hefði það verið rétt ákvörðun að greiða út peninga ef menn telja þá túlkun ekki vera í anda laganna? Ég er ekki fullkomlega sannfærður um það. Það verður einfaldlega að vera ákvörðun viðkomandi dómstóls ef menn komast að því að það hefði átt að vera þannig. En ég er ekki fullkomlega sannfærður að í slíkum aðstæðum eigi viðkomandi stofnun að grípa til þeirrar ákvörðunar að greiða út fé án þess að skýr vilji löggjafans liggi fyrir.