146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:29]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu og segi: Já, það vil ég gera. Og það tel ég vera mitt hlutverk sem formanns velferðarnefndar. Mér ber skylda til að gera það, í raun og veru bara gagnvart þingmönnum almennt ef þetta frumvarp fer í gegn. Það er á okkar ábyrgð alla leið að sinna fræðslu og það má aldrei draga úr skilaboðunum um þá skaðsemi sem áfengi getur valdið. Þau eru mikilvæg. Og að styðja við SÁÁ og þau samtök og heilbrigðiskerfi okkar, hlutverk þess gagnvart þeim sem eiga við erfiðleika að glíma, ég tel það líka vera á okkar ábyrgð. Og það er ég tilbúin að gera. Það væri sigur að sjá að við tækjum þessi skref af ábyrgð og ekki ákveða að allt fari í bál og brand og að við sjáum fólk slefandi og drukkið úti um allt eins og hræðsluáróðurinn segir okkur. Það væri ánægjulegt að sjá að við tækjum ábyrgð.