146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:55]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að vera á móti efni þessa frumvarps. En þessi er ekki ein af þeim. Það fyrirkomulag að taka einokun ríkisins á áfengi og setja í hendur einkaaðila hefur verið reynt. Það var t.d. reynt í Washington-ríki fyrir nokkrum árum. Það hafði ekki þau áhrif að úrvalið drægist saman. Störf í áfengisútsölum stóðu nokkurn veginn í stað. Þeir sem hættu að vinna hjá ríkisútsölum fóru að vinna í einkareknum vínbúðum. Heildarmagn af tegundum í umferð breyttist ekki, það jókst ef eitthvað er. Úrvalið breyttist ekki. Aðgengið breyttist ekki. Það eru margar ástæður til að vera á móti þessu frumvarpi, en það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að verslunarmenn geti ekki selt áfengi til fólks og séu ófærir um að gera það.