146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:02]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er áhugavert að heyra svar hv. þingmanns. Ég get ekki skilið svar hennar öðruvísi en að hún sé þeirrar skoðunar að aðgengi landsmanna að áfengi sé nokkuð gott og jafnt, þrátt fyrir að sá munur sé á aðgengi sem ég nefndi í fyrra andsvari, að íbúi t.d. á Þingeyri eða Bíldudal þarf að keyra yfir 100 kílómetra, þarf að hafa bíl, getur ekki verið án bíls til að sækja sér þessa vöru sem er lögleg. Hv. þingmaður hefur engar áhyggjur af því. Ef hún hefur engar áhyggjur af því, hvernig má þá vera að hv. þingmaður telji samkeppni vera af hinu vonda í þessu máli, áhættuna af því að matvöruverslanir muni hækka verð og annað slíkt? Er hv. þingmaður þá ekki líka að segja að það sé allt í lagi að leggja niður Samkeppniseftirlitið af því að samkeppni sé af hinu vonda?