146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:08]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Lýðheilsa er samheiti yfir einstaklingsheilsu. En hvað þá um tengslin á milli einstaklinganna? Það er náttúrlega þannig að lýðheilsa er ekki bara summa af 240.000 fullorðnum einstaklingum sem hafa heilsu, hún er ekki summan, hún er heildarmynd sem verður til af því að þessir aðilar hafa tengsl sín í milli. Þegar maður ræðir um lýðheilsu og bönn eða skerðingar þessa sama samfélags sem er að reyna að stýra lýðheilsu sinni þá er ósköp eðlilegt að ríkið jafnt sem Alþingi eða einhver annar ákvarði eitthvað um lýðheilsu.

Hafi ég haft rangt fyrir mér um tengsl lítrafjölda áfengis og ofbeldisverka eða samfélagsvandræða þá skal ég játa mig sigraðan í því. En engu að síður höfum við áhyggjur af því, rétt eins og aðrar (Forseti hringir.) þjóðir, ef lítratala áfengis á mann heilsu vegna, ekki bara ofbeldis eða einhvers annars, vex í einhverju landi.