146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

kjararáð.

189. mál
[21:13]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég hef fulla samúð með því sjónarmiði. Eins og ég segi var það í rauninni ákvörðun formanna allra flokka að beina þessu í þennan farveg til að reyna einhvern veginn að bregðast við af því að menn töldu að óheppilegt væri trekk í trekk að ógilda eða setja ofan í við kjararáð. Því þurfa þingmenn að finna einhverjar aðrar leiðir til þess að ákvarða laun. En ég ítreka að ef í meðförum þingsins menn taka út ákvæði um að skoða eigi kjör annarra sem heyra undir kjararáð, svo ég tali nú ekki um dómara, þá getur vel verið að mér finnist að við eigum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að halda frið í landinu, því að sannarlega var þessi launahækkun mikil.