146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

dagskrá morgundagsins.

[22:38]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Frú forseti. Ég vil vekja á því athygli að nú er klukkan hálfellefu að kvöldi og næsti þingfundur hefst klukkan þrjú á morgun. Mér reiknast til að það séu í kringum 17 klukkutímar, ég gæti verið á villigötum með það, og enn hefur dagskrá morgundagsins ekki verið birt á vef þingsins. Af hverju er þetta svona? Af hverju getur dagskrá þingsins ekki legið fyrir nokkra daga fram í tímann? Af hverju þurfum við að berjast í gegnum hvern einasta dag án þess að vita dagskrá næsta dags? Þetta þarf ekki að vera þannig. Hver einasti skóli í landinu leggur fram námsáætlun fyrir hverja önn. Það er bara hefðbundið verklag. En hér þurfum við alltaf vera í sömu baráttunni við að fá að vita hvað við erum að fara að gera næsta dag. Ég vil að það lagist.