146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:39]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það kann að vera að það sé komin ný þekking sem breytt hefur þessu máli alvarlegar. Væntanlega hefur tækninni líka fleygt fram þannig að það ætti að vera auðveldara að gera ýmsa hluti. En látum það nú liggja milli hluta. Hér erum við ekki að deila um að staðan sé alvarleg. Hér erum við eingöngu að deila um hvaða leið er best til þess að leysa það. Ég held að það sé útilokað. Ég ætla ekkert að fara í dómana. Ég er hvorki sérfróður í þeim né heldur er ég í þeirri stöðu að geta vefengt hæstaréttardóm. Einbeitum okkur nú að því að finna lausn á málinu þannig að við gerum þetta ekki að einhverri pólitískri refskák næstu árin sem hentar Framsóknarflokknum í kosningum á fjögurra ára fresti.