146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:42]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hér er málið að leysast í fyrri umr. Ég er algjörlega sammála því, ef það er svona sem við ætlum að gera þetta. En nú er ég svo einfaldur að ég hélt að framsaga flutningsmanns væri hluti af málinu. Misminnir mig eða nefndi hún orðin „með lagasetningu eða öðru“ í ræðu sinni? Ef svo er ekki biðst ég afsökunar á því og gríp ólmur þessa sáttarhönd og held að við ættum að einhenda okkur í það að leysa málið í sátt. En ég er næstum því viss um að ég heyrði orðið „lagasetning“. Það er það sem ég vara við. Hér er bent á utan úr sal af hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson að þetta sé í þingsályktunartillögunni.