146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:43]
Horfa

Flm. (Þórunn Egilsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Orðrétt sagði ég: „Lagt er til að ráðherra beiti sér í málinu með sérstakri lagasetningu um Reykjavíkurflugvöll eða á annan hátt …“ Eða á annan hátt. Það hlýtur að falla undir það að fara aðrar leiðir, ekki vera að mæla eingöngu með einni leið með lagasetningu. Ef það yrði eina leiðin þá yrði svo að vera. En auðvitað bind ég vonir við að við getum fundið sátt og leiðir í þessu máli sem við erum öll sátt við.

Þetta er stóralvarlegt mál og alvarleg staða. Þingmaðurinn talaði um að hér væri þróun í ýmsu og hægt væri að stytta í annan endann. Það getur vel verið í sjúkraflutningum og öðru slíku. En bóndi sem fær heilablóðfall á norðausturhorninu — tíminn þar styttist ekki eins og hlutirnir eru, það er ekki að gerast núna, en það er hægt að stytta það í hinn endann eins og er.