146. löggjafarþing — 37. fundur,  1. mars 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[17:28]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að hafa þetta síðara andsvar mitt örstutt og segja ósköp einfaldlega að lífið hófst ekki þegar tilteknir þingmenn gengu í Framsóknarflokkinn. Framsóknarflokkurinn á sér dálítið langa fortíð og það þýðir ekkert að afsaka sig með því að eitthvað hafi gerst áður en þeir gengu í flokkinn. Ég skal einhvern tíma segja hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur hvernig þetta bar að og Framsóknarflokkurinn hefur dálítið skuggalega fortíð í þessum málum.