146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

greiðsluþátttaka einstaklinga í heilbrigðiskerfinu.

[10:49]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svarið og hugleiðingar hans um greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég verð hins vegar að koma aftur með spurninguna vegna þess að ég fékk ekki svar við henni og hann sagðist reyndar ætla að koma með það í næsta svari. En ég spyr hann enn og aftur hvað hann telji að sé sanngjarnt þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í krónum talið og hvort verið sé að skoða að sameina líka þak á sjúkrakostnað, lyfjakostnað og stoðkostnað þannig að það verði meiri heildarstefna um þetta.