146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:16]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það breytir ekki því að eftir stendur að við búum við það að hinir efnameiri, hvort sem okkur líkar betur eða verr, þeir sem hafa meiri greiðslubyrði, njóta betri kjara. Þetta á við um lítil fyrirtæki og stór fyrirtæki og um einstaklinga. Þetta er nákvæmlega sama lögmál. Ég sé ekki hvað er nákvæmlega að breytast í þessu. Það eina sem er verið að gera hér er að passa upp á að almenningur fari sér ekki að voða með þessum nýju möguleikum til að taka lán.