146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:17]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að almenningur fari sér ekki að voða. Nú erum við farin að passa upp á það. En hvernig væri að passa upp á hagkerfið okkar og fjármálastöðugleika? Og hlusta á þau rök sem Seðlabanki Íslands nefnir og af hverju þeir hafa verið mótfallnir því að við veitum gengislán til aðila sem hafa ekki varnir, hafa ekki gengisvarnir? Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð við erum, sérstaklega þegar maður er bara að benda á þennan augljósa þátt, að það er ofboðslegur vaxtamunur núna milli evrunnar og krónunnar þannig að það er alveg augljóst að þeir sem eru efnameiri munu njóta miklu betri kjara. Við erum ekki að tala um bara 200 punkta eða eitthvað álíka. Þetta eru kannski 500, 600, 700 punktar.

Það er ljóst að ef við samþykkjum þetta frumvarp munu þeir sem eru efnameiri fá meira út úr þessu og það í boði Alþingis.