146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:49]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Nú hef ég heyrt að hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason hafi smáreynslu af fjárfestingum. Því er kannski eðlilegt að spyrja: Ef hv. þingmaður ætlaði sér að taka lán og honum byðist annars vegar að taka lán í íslenskum krónum með 6,5–7,5% vöxtum eða að taka lán í evrum á 2,2% vöxtum, og sérstaklega þegar við höfum í huga að nú hefur 20,25% hækkun verið á gengi krónunnar gagnvart evru á síðasta árinu, er það ekki hvati fyrir hv. þingmann að taka frekar erlenda lánið en það innlenda? Ég bara spyr.

Mig langar líka að spyrja hvort hv. þingmaður sé kunnugur helsta hegðunareinkenni svokallaðra Brown-ferla.