146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

samgöngumál.

[15:16]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að mönnum sé heitt í hamsi því að þetta snertir alla landsmenn. Það er alveg ljóst að sú samgönguáætlun sem við samþykktum vakti vonir, ekki síst vegna þess að niðurskurður til þessara innviða hefur verið gríðarlega mikill á undanförnum árum og ástand vega úti um allt land þannig að full þörf er á að bæta í. Ég vil upplýsa það að ég hef sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskað eftir því að fá samgönguráðherra á fund nefndarinnar og hann hefur orðið við þeirri ósk og við munum funda með honum á miðvikudaginn.