146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

samgönguáætlun.

[15:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra sér ekki ástæðu til að svara beint þeim fjórum spurningum sem ég beindi til hans. Ég bið hann þá að svara einni: Telur hæstv. ráðherra að vinnubrögð hæstv. ráðherra séu eðlileg eða telur hann að þau séu fúsk? Svo hann svari þessu.

Og að lokum: Telur hæstv. ráðherra að vanfjárfesting í samgöngum bitni á öðrum málaflokkum, þar með talið heilbrigðismálum? Ég nefni sérstaklega erfiða sjúkraflutninga og auðvitað þau allt of mörgu slys sem orðið hafa á síðustu árum.