146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

[15:51]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Eins og ég sagði í fyrri ræðu minni er vinna að aðgerðaáætlun í gangi í ráðuneytinu í takt við geðheilbrigðisstefnuna. Það segir sig eiginlega sjálft að málefni ungs fólks eru mjög ofarlega í þessum málaflokki vegna þess að þar kreppir skórinn helst að. Tiltekið er í stjórnarsáttmálanum að við leggjum áherslu á geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk en líka fyrir fjölskyldur ungs fólks, sem skiptir miklu máli. Sömuleiðis er mikilvægt að horfa til aðstandenda þeirra sem eiga í vanda og þá ekki síst barna. Sú áhersla er því mikilvæg í vinnu okkar.

En aftur þakka ég þingmanninum kærlega fyrir góða fyrirspurn og til hamingju með jómfrúrræðuna.