146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.

183. mál
[16:37]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka málshefjanda. Mitt fólk í Bjartri framtíð hefur haldið þessu flaggi hátt á lofti undanfarin misseri og er það nú að finna í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég hef kynnt mér þetta mál vel, sérstaklega niðurstöður skýrslu innanríkisráðherra sem hér hafa verið nefndar. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir að skýra stöðu málsins og spyr hvort upplýsingar liggi fyrir hvað varðar hlutverk og ábyrgð sveitarfélaganna í framkvæmdinni.

Ég vil minna aftur á ósk mína um að taka barnalög til endurskoðunar með hliðsjón af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meginmarkmiðið er að hugsa til nútímans og virða réttindi barna sem sjálfstæðra einstaklinga sem búa á tveimur stöðum, sem er einnig nefnt í skýrslunni.