146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

skipulag þingstarfa, orð fjármálaráðherra í viðtali.

[13:32]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Frú forseti. Ég vil taka undir það sem hv. þm. Halldóra Mogensen sagði. Það er afskaplega hamlandi fyrir getu manns til að undirbúa vinnu sína ef engin dagskrá liggur fyrir. Mig langar reyndar að hrósa forseta fyrir að dagskrá gærdagsins lá fyrir þegar fyrir helgi. En það er ekki nóg vegna þess að dagskrá dagsins í dag lá ekki fyrir og dagskrá út vikuna liggur ekki fyrir. Menn eru alltaf í þessari keppni. Við fáum einhvers konar hugmynd frá þingflokksformanni um hvernig vikan gæti litið út, en sú hugmynd er ekki tæmandi. Auk þess er fullt af fólki út í samfélaginu sem er að reyna að skipuleggja störf sín í kringum störfin á þinginu og við verðum líka að taka tillit til þeirra með því að láta dagskrána liggja ljóst fyrir. Það hefur gengið vel í sumum nefndum að fá dagskrá langt fram í tímann. Fáum það hér líka, takk.