146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[15:22]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt að heyra að hv. þingmaður hafi ekki stutt ráðherrann í sínum flokki, þegar fyrirrennari minn, Sigrún Magnúsdóttir, kom fram með þá tillögu. Það er virkilega leitt að heyra. Hér er farið að lögum. Kannski var það einbeittur vilji hv. þingmanns að hlusta ekki á framsöguna, ég fór algjörlega yfir það hvernig verkefnisstjórn mun haga verkefninu, hvernig hún skipar starfshópa sína og hvernig hún setur fram það sem starfshóparnir skoða. Mér býður í grun að hv. þingmaður sé að finna að því að efnahagsleg áhrif hafi ekki verið metin, eða hvað? (GBS: Það kemur seinna …) Það var skoðað, eins og ég fór hér yfir.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvaða orkukost hv. þingmaður telur ekki hafa verið skoðaðan af verkefnisstjórn. Það hefði verið fínt að fá það fram.