146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[17:16]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég tel mikilvægt að þetta mikilvæga mál fái þinglega meðferð. Í því felst að í raun er ekkert sem bindur hendur þingsins með neinum hætti, nema auðvitað sú umgjörð sem þingið sjálft skapar um þetta mál og hefur skapað um það. Það leiðir auðvitað af því að þar með er þingið að sjálfsögðu í færum um að breyta efni tillögunnar.