146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[17:19]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar þinglega meðferð er auðvitað rétt að þingið taki sér þann tíma sem það þarf til að fá niðurstöðu í málið. Hvaða tími það er getur farið eftir því hvað hv. þingmenn vilja leggja til málsins, það getur farið algjörlega eftir því. Það getur líka farið eftir því hvað kemur fram í þeim umsögnum sem eiga eftir að berast þinginu, hvaða sjónarmið munu koma þar fram o.s.frv.