146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[18:21]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef nú ekki metið það sem svo og get ekki gert þau orð að mínum að vinna að þessu máli hafi einhvern veginn stangast á við lög eða sú meðferð sem þar fór fram. Ég hef alla vega ekki skilið athugasemdir frá þeim stað þannig. Hér er ég spurður um álit mitt á þeirri umgjörð og þeirri vinnu sem fór fram. Ég verð auðvitað að játa að ég hef kannski ekki kynnt mér allt það ferli í þaula en ég get lagt ákveðið mat á vinnu nefndarinnar eins og hún liggur frammi á heimasíðu rammaáætlunar og þeim niðurstöðum sem þar liggja fyrir og ég get ekki annað sagt en að við yfirlestur þeirra gagna finnst mér eins og þar hafi verið unnið ágætlega.

Ég legg það mat út frá þeim hætti, út frá útkomu vinnunnar en ekki endilega út frá forsögunni eða því hvaða tími var gefinn til umsagna eða andsvara o.s.frv. Það er mitt mat að þarna hafi verið ágætlega að verki staðið.