146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[19:51]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið frá hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni og þakka honum líka fyrir að minna mig á þetta með sjávarföllin. Ég hefði líka viljað minnast á það í ræðu minni. Ég tek undir með honum í því, ég held að við þurfum líka að hvetja til þeirrar umræðu þó að hún sé kannski ótengd þessu plaggi sem við ræðum akkúrat núna, mikilvægi þess að lagaramminn í kringum slíkt sé skýr. Það væri óskandi ef rannsóknum varðandi sjávarföllin myndi vinda hraðar fram. Kannski er ástæða til að skoða hvað hið opinbera getur gert í þeim efnum.