146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[21:19]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta. Ég vildi koma þessu að í umræðunni eftir að hafa lesið þetta aftur í dag meðan á umræðunni stóð. Mér fannst fínt að fá þetta fram. Ég er sammála hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra um að það verði seint hægt að meta einstakan virkjunarkost fyrir eitthvert ákveðið dæmi. Þetta hlýtur alltaf að vera heildardæmi, hvernig við stöndum okkur. Við hljótum alltaf að hafa að leiðarljósi til lengri tíma að við viljum náttúrlega hámarka virðisauka samfélagsins af auðlindinni, svo að því sé haldið til haga. Ég er sammála því að það er erfiðara að meta einstaka kosti nákvæmlega, hversu mikið er skapað fyrir samfélagið.