146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

Umhverfisstofnun.

204. mál
[21:49]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Takk fyrir andsvarið. Það er rétt að ekki er gert er ráð fyrir auknu fjármagni í þessu frumvarpi. Það þarf að skoða í heildarsamhengi við fjárlög, lög um opinber fjárlög, þessar þriggja ára áætlanir og meiri langtímaáætlanir. Ég ætla að við hv. þingmaður séum sammála um að svo sannarlega þurfi að búa svo um hnútana. Það er næsta mál á dagskrá, ef ég get sagt sem svo. Fyrst er að koma þessu saman undir einn lagabálk og svo er að hafa alveg á hreinu að Umhverfisstofnun hafi það fjármagn sem stofnunin þarf til að sinna því gríðarlega mikilvæga hlutverki sem hún hefur í samfélagi okkar er varðar hollustuhætti, mengunarvarnir, náttúruvernd o.s.frv.