146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orð fjármálaráðherra um Alþingi, dagskrá þingsins o.fl.

[15:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum með nýja flokkinn, Viðreisn. Þegar þingmenn hans eru ekki tilbúnir til að svara öðrum þingmönnum um jafn mikilvægt mál finnst mér það einhvern veginn ekki vera í takt við það sem þessi nýi flokkur gaf sig út fyrir að vera, enda boðaði sá flokkur öðruvísi vinnubrögð eins og annar stjórnarflokkurinn í þríeykinu.

Mig langar að árétta að þó svo að við þingmenn Pírata höfum kallað eftir því að fá drög að dagskrá vikunnar þýðir það alls ekki að við Píratar séum tilbúin til þess að gefa frá okkur réttinn til að fjalla hér um mál sem okkur finnst brýnt að ræða né erum við tilbúin til að fallast á það fyrir aðra þingmenn sem hafa tjáð sig um það, þannig að því sé haldið til haga. En við viljum gjarnan fá stjórnarskrárbreytinguna.