146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:05]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru allt saman fámenn sveitarfélög sem eru með góða fjárhagsstöðu og skulda frekar lítið. Þeim er meira að segja, út af reglum settum hér á Alþingi, ekki gert kleift að veita þjónustuna heima í öllum tilvikum, þurfa að vera og eru í samstarfi við önnur sveitarfélög með það og eru þar af leiðandi þjónustukaupendur fyrir sína íbúa að þeirri þjónustu í nágrannasveitarfélögunum. Þau eru ekki einu smáu sveitarfélögin sem eru þannig og það eru fleiri sveitarfélög sem þannig er háttað hjá hvort sem þau fullnýta útsvarið eða ekki.