146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:10]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jöfnunarsjóðurinn á að jafna tekjur sveitarfélaganna með fjármunum frá ríkissjóði. Þegnar í þeim sveitarfélögum eiga alveg jafn mikinn rétt á þeim fjármunum og í öðrum sveitarfélögum. Það verður bara að taka umræðuna út frá því hvert hlutverk jöfnunarsjóðs er og hver markmiðin eru með starfi hans. Þá koma mörg atriði inn í. Það getur vel verið að þetta hafi einhver áhrif á það en það á ekki að útiloka það algerlega frá jöfnunarsjóðnum.