146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

stefna um þróun bankakerfisins.

[10:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin en til þess að traust almennings á bönkunum vinnist að nýju þurfa eigendur þeirra að sýna að þeir séu traustsins verðir. Finnst hæstv. ráðherra í lagi í því ljósi að vogunarsjóðir eignist íslenska banka eða ráðandi hlut í íslenskum bönkum? Telur hæstv. ráðherra að reglur um hverjir geti eignast banka hér á landi séu nógu góðar? Gera reglurnar ráð fyrir að eignarhaldið sé gegnsætt og að ljóst sé hverjir séu endanlegir eigendur?

Hæstv. ráðherra minntist hér á starfshóp sem er samkvæmt fréttum skipaður embættismönnum á vegum hæstv. ráðherra. Ég fagna því að verið sé að taka þessi mál áfram til skoðunar, en ég vil spyrja ráðherrann hvort hann hyggist ekki taka stjórnmálamenn að borðinu. Ég hvet hann til að gera það því að þegar mótuð er stefna í svo mikilvægu máli þurfa allir stjórnmálaflokkar að koma að málinu, (Forseti hringir.) sjálfsagt líka sérfræðingar og hagsmunaaðilar, en ekki bara embættismenn.