146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

markaðar tekjur ríkissjóðs.

[11:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framhaldsfyrirspurn. Ég ætla að leyfa mér, með leyfi forseta, að vitna í sjálfan mig í nefndu viðtali, að ég segi að það hafi verið afar óheppilegt að þarna virðist hafa rofnað sambandið milli þess sem þingmenn töldu sig vera að samþykkja og þess sem raunverulega gerist. Það svarar nú akkúrat þessu.

Ég verð hins vegar að upplýsa hv. þingmann um að lög um opinber fjárlög gilda þegar misræmi er milli laga. Það eru fjárlögin sem eru hin endanlegu lög sem gilda í útgjöldum og tekjum ríkissjóðs. Fjárlögin eru það sem gildir. (KÓP: Hvað með Dettifossveg?) Ég er sammála sjálfum mér.