146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

135. mál
[16:28]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hið síðara andsvar. Ég ætla bara að hafa þetta stutt. Við öll þrjú erum augljóslega á sama máli. Ég held að það sé svo mikil eindrægni í þessum þriggja manna hópi að við getum fallist í faðma hér á eftir. Kannski eigum við gera það. En þetta snýst náttúrlega um líf og limi. Þetta snýst um öryggi borgaranna. Það er það sem gildir í þessu máli.