146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

samskipti ríkisins við vogunarsjóði.

[15:23]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég vil fyrst svara því í sambandi við vinnubrögðin að hv. þingmaður þekkir það auðvitað mjög vel að hér er samfélag þar sem menn virða samninga og ríkisstjórnin sem hv. þingmaður sat í á sínum tíma gerði samninga um hvernig sýsla mætti með þessi hlutabréf, þannig er það gert.

Ég held hins vegar að það sé alveg rétt að ástæða sé til þess að íhuga hverjir hinir endanlegu eigendur eru. Eru allir sem eiga vogunarsjóði slæmir eigendur? Eða gæti það verið að einhverjir sem eiga vogunarsjóði séu bara mjög virðingarverðir eigendur sem við viljum mjög gjarnan hafa sem eigendur að íslenskum bönkum?

Ég held hins vegar að þegar (Forseti hringir.) aðrir hlutir sem eru í eigu ríkisins verða seldir muni verða viðhöfð önnur vinnubrögð. (Forseti hringir.) Vogunarsjóðirnir verða ekki settir fremst í röðina eins og gert var í þetta sinn undir (Forseti hringir.) forystu hæstv. fyrrverandi ríkisstjórnar.