146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

hamfarasjóður.

187. mál
[16:23]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir brýninguna frá hv. málshefjanda. Það er auðvitað alveg ljóst að forsenda þess að hamfarasjóður virki eins og við hugsum hann, og erum öll greinilega á sama máli um það, er að það komi skilvirkar greiðslur og það sé allt í farvegi. Það er unnið að því að finna leið til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Ég get ekki svarað því betur til. Frumvarpið er ekki tilbúið. En eins og ég segi er áætlað að við leggjum það fram á næsta löggjafarþingi. Það verður að huga að þessum málum. Eins og hv. þingmaður veit örugglega manna best á Íslandi getum við átt von á náttúruhamförum á hverri stundu. Þá er brýnt að hafa alla innviði í lagi. Ég vona að okkur takist það.