146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

sveitarstjórnarlög.

184. mál
[16:05]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga er sveitarfélögunum gefið enn betra færi á að styrkja íbúalýðræði, stuðla að valddreifingu og stuðla að meiri þátttöku almennings í þeim málum sem hann varða. Þetta er ákall nútímans. Með þessu er hægt að færa valdið heim í hérað til fólksins enn meira en orðið er. Það er nefnilega mikilvægt að almenningur segi skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Við skulum leita allra leiða til að svo megi verða.